Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 18:09 Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10