Ódýrara olíuverð hefur leitt til mikils niðurskurðar á störfum í Bandaríkjunum. Ný skýrsla sem birt var í dag sýnir að frá miðju ári 2014 hafi lægra olíuverð leitt til niðurskurðar 195 þúsund starfa.
CNN greinir frá því að þetta sé mikið högg í ljósi þess að um sé að ræða vel launuð störf. Störf í olíu og gasiðnaði eru 84 prósent hærri en meðallaun í Bandaríkjunum samkvæmt Goldman Sachs.
Niðurskurðurinn hefur átt sér stað samhliða fjölgunum starfa í öðrum geirum. Það sem af er ári hafa orkufyrirtæki skorið niður um 95 þúsund störf, flestir niðurskurðir áttu sér stað í byrjun árs þegar olíuverð náði 13 ára lægð og nam undir 26 dollurum á tunnu.
Mikill niðurskurður átti sér einnig stað í júlímánuði. Hráolíu verð hefur lækkað á ný undanfarið eftir að hafa farið hækkandi frá því í lok febrúar.
Lægra olíuverð hefur eytt 200 þúsund störfum

Tengdar fréttir

Olíuverð komið yfir fimmtíu dali á tunnina
Meðal annars má rekja ástæður verðhækkunarinnar til eldanna sem geisað hafa í Kanada að undanförnu og hægt á olíuframleiðslu þar í landi.


Lægsta bensínverð í Bandaríkjunum í 12 ár
Meðalverðið 71,4 krónur og lægst 60,8 krónur í S-Karolínu.

Olíuverð ekki hærra í sjö mánuði
Talið er að raskanir í framleiðslu bæði í Nígeríu og Venesúela hafi ýtt undir hækkun olíuverðs.