Fótbolti

Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi er hér kynntur til leiks í dag.
Helgi er hér kynntur til leiks í dag. mynd/ksí
Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Hann mun aðstoða Heimi Hallgrímsson í undankeppni HM sem er rétt handan við hornið.

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað hver nýi aðstoðarþjálfarinn verði og nú er ljóst að það er Helgi.

Helgi hefur alið manninn í Austurríki undanfarin ár. Þar spilaði hann lengi og hélt síðan áfram í þjálfun þar í landi.

Hann var kallaður til aðstoðar á EM í Frakklandi enda vel kunnugur austurríska liðinu sem Ísland spilaði við á EM. Þar náði Helgi augljóslega að heilla Heimi Hallgrímsson sem er orðinn einn aðalþjálfari.

Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markmannsþjálfari og þýskur styrktarþjálfari kemur inn í teymið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×