Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2016 12:52 Veiðin í ánum á vesturlandi er afar lítil síðustu tvær vikurnar eftir langvarandi þurrka og sólskin uppá hvern einasta dag. Það sést vel þegar vikutölurnar eru skoðaðar og veiðin borin saman milli vikna. Sumar árnar sem eru meðal þeirra bestu á landinu eru að skila 15-20 löxum á viku og það á besta tíma. Það er ekki þannig að það vanti lax og má nefna Laxá í Kjós og Langá í því samhengi en til dæmis í Kjósinni er nokkuð gott magn af laxi en áin alveg í grjótum svo takan er sama og engin. Langá hefur þó vatnsmiðlun sem gerir það að verkum að þó áin sé 20-30 sm undir kjörvatni er hún veiðanleg og hefur verið að skila 70-90 löxum á viku þrátt fyrir einmuna blíðu þar á bæ. Það sem veiðimenn bíða eftir er rigning og það þarf að vera úrhelli en ekki sýnishorn af skúrum sem hafa komið af og til og gert lítið annað en að bleyta grasið. Að öllu jöfnu má segja að það þurfi einn dag af góðri rigningu fyrir hverja viku í þurrki til að koma ánum aftur vel í gang og miðað við það þá þarf 7-9 daga alvöru haustrigningu til að koma ánum upp aftur og þá verður veisla við bakkann. Mest lesið Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði
Veiðin í ánum á vesturlandi er afar lítil síðustu tvær vikurnar eftir langvarandi þurrka og sólskin uppá hvern einasta dag. Það sést vel þegar vikutölurnar eru skoðaðar og veiðin borin saman milli vikna. Sumar árnar sem eru meðal þeirra bestu á landinu eru að skila 15-20 löxum á viku og það á besta tíma. Það er ekki þannig að það vanti lax og má nefna Laxá í Kjós og Langá í því samhengi en til dæmis í Kjósinni er nokkuð gott magn af laxi en áin alveg í grjótum svo takan er sama og engin. Langá hefur þó vatnsmiðlun sem gerir það að verkum að þó áin sé 20-30 sm undir kjörvatni er hún veiðanleg og hefur verið að skila 70-90 löxum á viku þrátt fyrir einmuna blíðu þar á bæ. Það sem veiðimenn bíða eftir er rigning og það þarf að vera úrhelli en ekki sýnishorn af skúrum sem hafa komið af og til og gert lítið annað en að bleyta grasið. Að öllu jöfnu má segja að það þurfi einn dag af góðri rigningu fyrir hverja viku í þurrki til að koma ánum aftur vel í gang og miðað við það þá þarf 7-9 daga alvöru haustrigningu til að koma ánum upp aftur og þá verður veisla við bakkann.
Mest lesið Bjóða upp á veiðibíla á Norðausturlandi Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Veiði Affall og Þverá fara ágætlega af stað Veiði Fleiri útboð á döfinni Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði