Facebook bannar smellubrellur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 13:10 Mark Zuckerberg er búinn að fá nóg af smelludólgum þessa heims. Vísir/Getty Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni. Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni.
Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira