Njóta þess að ferðast saman Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Félagarnir njóta þess að ferðast saman og í dag ætla þeir að mæta í gleðigönguna. Vísir/Hanna Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hinsegin Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira