Faghópur rammaáætlunar er ósammála verkefnisstjórninni Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Miklir hagsmunir liggja í því hvort svæði verði nýtt til verndar eða nýtingar. Vísir/Vilhelm Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira