Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 18:53 Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira