Sport

Ég hef engan tíma fyrir lyfjasvindlara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það fór vel á með Horton og Yang á verðlaunapallinum eftir allt saman.
Það fór vel á með Horton og Yang á verðlaunapallinum eftir allt saman. vísir/getty
Forráðamenn sundsambands Kína eru brjálaðir út í ástralska sundkappann Mack Horton og vilja afsökunarbeiðni frá honum.

Ástæðan er sú að Horton kallaði sinn helsta keppinaut, Sun Yang, lyfjasvindlara.

Yang vann 400 metra skriðsundið á ÓL í London árið 2012 en féll á lyfjaprófi árið 2014. Hann fór þó aðeins í þriggja mánaða bann þá.

Þeir mættust svo í úrslitum í 400 metra skriðsundinu í Ríó þar sem Horton kom rétt á undan Yang í mark. Það hafði verið mikil spenna á milli þeirra fyrir sundið og Horton hafði sakað Yang um að skvetta á sig á æfingu.

„Ég gaf bara skít í hann. Ég hef engan tíma né virðingu fyrir lyfjasvindlurum,“ sagði Horton og allt varð vitlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×