Starfsmaður á ÓL í Ríó bað leikmanns strax eftir keppni Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 9. ágúst 2016 15:15 Isadora Cerullo sagði já. Vísir/Getty Keppni í sjö manna rugby kvenna lauk í gær með sigri Ástralíu en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikum. Það var hins vegar ekki aðeins boðið upp á verðlaunaafhendingu í lokin heldur einnig bónorð. Marjorie Enya, starfsmaður við rugby keppnina, stökk fram eftir verðlaunaafhendinguna, tók hljóðnemann og bauð upp á tilfinningaríka ræðu sem endaði með að hún bað eins leikmannsins. Sú heppna heitir Isadora Cerullo og er leikmaður Brasilíu í sömu íþrótt. Brasilíska liðið endaði í 9. sæti í keppninni sem var betri árangur en búist var við. Isadora Cerullo sagði já og áhorfendurnir fögnuðu því vel þegar þær föðmuðust. „Um leið og ég vissi af því að hún hefði verið valin í liðið þá vissi ég líka að ég yrði að gera þetta sérstakt,“ sagði Marjorie Enya við BBC. „Ég vissi að rugby-fólk væri frábært og þau myndu öll fagna þessu,“ sagði Marjorie en hún var í engum vafa um að biðja Isadoru. „Hún er ástin í mínu lífi,“ sagði Marjorie. „Ólympíuleikarnir geta litið út eins og endapunktur fyrir suma en fyrir mig þýða þeir að ég er byrja nýtt líf með henni. Ég vildi líka sýna fólkinu að ástin vinnur alltaf,“ sagði Marjorie Enya. Parið býr í borginni Sao Paulo en Isadora Cerullo hefur einnig bandarískt vegabréf. Hún flutti til Brasilíu til að einbeita sér að því að komast í brasilíska Ólympíuliðið. Þar fann hún ástina og restin er hluti af Ólympíusögunni.Vísir/GettyVísir/Getty Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira
Keppni í sjö manna rugby kvenna lauk í gær með sigri Ástralíu en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikum. Það var hins vegar ekki aðeins boðið upp á verðlaunaafhendingu í lokin heldur einnig bónorð. Marjorie Enya, starfsmaður við rugby keppnina, stökk fram eftir verðlaunaafhendinguna, tók hljóðnemann og bauð upp á tilfinningaríka ræðu sem endaði með að hún bað eins leikmannsins. Sú heppna heitir Isadora Cerullo og er leikmaður Brasilíu í sömu íþrótt. Brasilíska liðið endaði í 9. sæti í keppninni sem var betri árangur en búist var við. Isadora Cerullo sagði já og áhorfendurnir fögnuðu því vel þegar þær föðmuðust. „Um leið og ég vissi af því að hún hefði verið valin í liðið þá vissi ég líka að ég yrði að gera þetta sérstakt,“ sagði Marjorie Enya við BBC. „Ég vissi að rugby-fólk væri frábært og þau myndu öll fagna þessu,“ sagði Marjorie en hún var í engum vafa um að biðja Isadoru. „Hún er ástin í mínu lífi,“ sagði Marjorie. „Ólympíuleikarnir geta litið út eins og endapunktur fyrir suma en fyrir mig þýða þeir að ég er byrja nýtt líf með henni. Ég vildi líka sýna fólkinu að ástin vinnur alltaf,“ sagði Marjorie Enya. Parið býr í borginni Sao Paulo en Isadora Cerullo hefur einnig bandarískt vegabréf. Hún flutti til Brasilíu til að einbeita sér að því að komast í brasilíska Ólympíuliðið. Þar fann hún ástina og restin er hluti af Ólympíusögunni.Vísir/GettyVísir/Getty
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sjá meira