Framkvæmdir við Reykjanesbraut verði settar í forgang sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2016 13:10 Unnið er að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur aftur saman, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmanns Suðurkjördæmis. Ragnheiður Elín fundaði með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og þrýstihópum Stopp hingað og ekki lengra í gær en markmið hópsins er að knýja fram framkvæmdir á Reykjanesbraut. Þess er annars vegar krafist að Reykjanesbraut verði tvöfölduð og hins vegar að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum á milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar undir eins.Frumvarp í vinnslu í ráðuneytinu „Þetta var mjög góður fundur og ég vilja á að hrósa þessum hópi fyrir þeirra vinnubrögð og hversu vel þau setja fram mál sitt. Ég þekki þetta náttúrulega af eigin raun sem íbúi á svæðinu og hef séð aukninguna á umferð þarna, eins og aðrir íbúar. Innanríkisráðherra upplýsti um það á fundinum að það væri í vinnslu í ráðuneytinu að setja þennan part vegarins inn á samgönguáætlun sem er til meðferðar í þinginu," segir Ragnheiður Elín. „Hópurinn kom síðan með tillögur um bráðabirgðaaðgerðir sem verða skoðaðar en þær miða allar að því að auka umferðaröryggi.Ragnheiður Elín þekkir það af eigin raun hversu mikill umferðarþungi er oft á þessum slóðum.vísir/gvaRagnheiður segir mikilvægt sé að brugðist verði við hratt og örugglega. „Við sjáum aukinn umferðarþunga þarna og þó það sé ekkert að því að hinkra á gatnamótum í nokkrar mínútur eftir að komast út á veg þá verður það oft til þess að fólk fer að taka sjénsinn og það skapar hættu. Þannig að það þarf að bregðast við með annað hvort hringtorgum eða öðrum aðgerðum og það tel ég að við þurfum að setja í forgang og það er það sem verður sett í skoðun," segir hún.Brýn þörf á úrbótum Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær hægt verði að hefjast handa, en að í millitíðinni þurfi að grípa til bráðabirgðaaðgerða. „Það kom skýrt fram á þessum fundi að ráðuneytið og samgönguyfirvöld eru meðvituð um þessa stöðu og það er mikill áhugi og vilji til þess að leysa það. Ég held það sé ekki síst til að koma þessum málum þannig að það sjái fyrir endann á því og að í millitíðinni verði bætt úr þeim öryggisatriðum sem þarna eru. Það er mjög brýn og knýjandi þörf á að bæta úr, þannig að þetta verði unnið í þessum áföngum," segir Ragnheiður Elín. Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður þrýstihópsins, segir fundinn hafa verið góðan. Nú verði að bíða og sjá til hvaða aðgerða stjórnvöld muni grípa. Hópurinn muni halda kröfu sinni til streitu þar til stjórnvöld bregðist við. „Við áttum gott spjall en við eigum eftir að eiga gott spjall líka við þingmennina í kjördæminu. Við höfum ekki fengið viðbrögð frá nærri því öllum þannig að við þurfum að halda áfram að eiga samtal og þannig byggjum við þetta upp. Við erum ekki að fara í neina skærustarfsemi. Við ætlum ekki að loka Reykjanesbraut eða neitt þess háttar. Við ætlum að eiga samtalið og afgreiða þetta með ráðamönnum," segir Ísak Ernir. X16 Suður Tengdar fréttir Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Unnið er að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur aftur saman, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmanns Suðurkjördæmis. Ragnheiður Elín fundaði með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og þrýstihópum Stopp hingað og ekki lengra í gær en markmið hópsins er að knýja fram framkvæmdir á Reykjanesbraut. Þess er annars vegar krafist að Reykjanesbraut verði tvöfölduð og hins vegar að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum á milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar undir eins.Frumvarp í vinnslu í ráðuneytinu „Þetta var mjög góður fundur og ég vilja á að hrósa þessum hópi fyrir þeirra vinnubrögð og hversu vel þau setja fram mál sitt. Ég þekki þetta náttúrulega af eigin raun sem íbúi á svæðinu og hef séð aukninguna á umferð þarna, eins og aðrir íbúar. Innanríkisráðherra upplýsti um það á fundinum að það væri í vinnslu í ráðuneytinu að setja þennan part vegarins inn á samgönguáætlun sem er til meðferðar í þinginu," segir Ragnheiður Elín. „Hópurinn kom síðan með tillögur um bráðabirgðaaðgerðir sem verða skoðaðar en þær miða allar að því að auka umferðaröryggi.Ragnheiður Elín þekkir það af eigin raun hversu mikill umferðarþungi er oft á þessum slóðum.vísir/gvaRagnheiður segir mikilvægt sé að brugðist verði við hratt og örugglega. „Við sjáum aukinn umferðarþunga þarna og þó það sé ekkert að því að hinkra á gatnamótum í nokkrar mínútur eftir að komast út á veg þá verður það oft til þess að fólk fer að taka sjénsinn og það skapar hættu. Þannig að það þarf að bregðast við með annað hvort hringtorgum eða öðrum aðgerðum og það tel ég að við þurfum að setja í forgang og það er það sem verður sett í skoðun," segir hún.Brýn þörf á úrbótum Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær hægt verði að hefjast handa, en að í millitíðinni þurfi að grípa til bráðabirgðaaðgerða. „Það kom skýrt fram á þessum fundi að ráðuneytið og samgönguyfirvöld eru meðvituð um þessa stöðu og það er mikill áhugi og vilji til þess að leysa það. Ég held það sé ekki síst til að koma þessum málum þannig að það sjái fyrir endann á því og að í millitíðinni verði bætt úr þeim öryggisatriðum sem þarna eru. Það er mjög brýn og knýjandi þörf á að bæta úr, þannig að þetta verði unnið í þessum áföngum," segir Ragnheiður Elín. Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður þrýstihópsins, segir fundinn hafa verið góðan. Nú verði að bíða og sjá til hvaða aðgerða stjórnvöld muni grípa. Hópurinn muni halda kröfu sinni til streitu þar til stjórnvöld bregðist við. „Við áttum gott spjall en við eigum eftir að eiga gott spjall líka við þingmennina í kjördæminu. Við höfum ekki fengið viðbrögð frá nærri því öllum þannig að við þurfum að halda áfram að eiga samtal og þannig byggjum við þetta upp. Við erum ekki að fara í neina skærustarfsemi. Við ætlum ekki að loka Reykjanesbraut eða neitt þess háttar. Við ætlum að eiga samtalið og afgreiða þetta með ráðamönnum," segir Ísak Ernir.
X16 Suður Tengdar fréttir Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19
Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00