Annie Mist Þórisdóttir er í fimmta sæti í kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit eftir tvær greinar. Fyrst var keppt í brekku- og víðavangshlaupi og skömmu síðar í réttstöðulyftu. Keppt er í Aromas í Kaliforníu þangað sem keppendur flugu óvænt í nótt.
Annie var í tólfta sæti eftir hlaupið en lyfti sér upp í fimmta sæti samanlagt með góðum árangri í réttstöðulyftunni og er með 132 stig samanlagt. Candice Wagner leiðir með 174 stig eftir tvær greinar.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 9. sæti með 122 stig, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 18. sæti með 88 stig og Þuríður Erla Helgadóttir í 20. sæti með 80 stig.
Björgvin Karl Guðmundsson er í 16. sæti í karlaflokki með 96 stig. Alex Vigneault hefur 170 stig í efsta sæti.
Framundan er keppni í þriðju grein en keppendur eiga enn eftir að fá að vita í hverju keppt verður.
Annie Mist efst Íslendinganna eftir tvær greinar

Tengdar fréttir

Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði
Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni.

Katrín Tanja stóð sig best í fyrstu grein
Varð fjórða í kvennaflokki í sjö kílómetra víðavangshlaupi. Björgvin Karl Guðmundsson varð sjöundi í karlaflokki.

Bein útsending: Annie, Björgvin, Katrín, Sara og Þuríður keppa á „Búgarðinum“
Katrín er fjórða og Björgvin sjöundi eftir fyrstu grein.