Welcome to Iceland: Allt á ensku í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2016 07:00 Flest skilti og gluggamerkingar í miðbænum eru á ensku. Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira