Sunnudagurinn gæti líka verið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:30 Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. Vísir/Anton Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira