Íslenski boltinn

Hvernig er þetta ekki horn? Dómarinn hefur dottið úr sambandi | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stórfurðulegt atvik átti sér stað í leik KR og ÍA í Pepsi-deild kvenna á þriðjudaginn.

Skagakonur áttu þá að fá hornspyrnu eftir að boltinn fór af KR-ingi og aftur fyrir.

Dómari leiksins, Daníel Ingi Þórisson, dæmdi hins vegar markspyrnu, öllum á vellinum til mikillar undrunar.

Leikmennirnir bjuggu sig undir hornspyrnuna en Daníel Ingi skeiðaði hins vegar að miðlínunni.

Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, var skiljanlega mjög ósáttur við að fá ekki horn og lét Daníel Inga vita af því.

„Ég skil Þórð að vera pirraðan þarna,“ sagði Anna Garðarsdóttir í Pepsi-mörkum kvenna þar sem farið var yfir þetta atvik á Alvogen-vellinum. „Hann hefur dottið úr sambandi, karlinn.“

Þessi rangi dómur breytti þó engu um úrslitin. ÍA fór með sigur af hólmi, 0-2, en þetta var fyrsti sigur Skagakvenna í efstu deild í 16 ár.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×