Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2016 14:30 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? „Þetta var erfið tímataka enda aðstæður mjög breytilegar. Ég náði bara afar góðum lokahring. Þetta var spennandi í dag,“ sagði Rosberg. „Ég var óheppinn með staðsetningu gagnvart Fernando [Alonso]. Ég er ekkert of vonsvikinn það er löng keppni framundan á morgun,“ sagði Lewis Hamilton. „Ég var brjálaður á síðasta hringnum, ég var að setja tíma sem ég er viss um að hefði skilað mér nær ráspól. Það var enn smá vatn þegar ég var að koma í síðustu beygjuna með DRS opið. Þetta var dálítið svakalegt augnablik,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir þriðji á morgun á Red Bull bílnum. „Daniel [Ricciardo] var þremur tíundu undir tímanum hans Hamilton. Það hefði verið flott að sjá hann stela ráspól,“ sagði Christian Horner liðsstjóri Red Bull. „Já hann [Rosberg] sló af í gegnum gulu flöggin. Við höfum ekki enn verið beðnir um að koma og sýna dómurunum gögnin okkar,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Rosberg virtist hægja á sér í gegnum svæðið sem Fernando Alonso snéris á. Hamilton var afar nálægt Alonso en Alonso var farinn af svæðinu þegar Rosberg kom. „Ég er ánægður með bíllinn í þessum aðstæðum. Það er góð tilfinning að koma báðum bílum í topp tíu í tímatökunni en um leið og við náum því markmiði viljum við meira. Við erum fyrir framan bílana sem við erum raunverulega að keppa við,“ sagði Jenson Button sem ræsir áttundi á McLaren bílnum á morgun. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti. Ég tapaði tíma fyrir aftan Jenson á seinni helmingi síðasta hrings. Ég held að Jenson hafi gleymt sér aðeins eftir gulu flöggin,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fimmti á morgun á Ferrari bílnum. Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? „Þetta var erfið tímataka enda aðstæður mjög breytilegar. Ég náði bara afar góðum lokahring. Þetta var spennandi í dag,“ sagði Rosberg. „Ég var óheppinn með staðsetningu gagnvart Fernando [Alonso]. Ég er ekkert of vonsvikinn það er löng keppni framundan á morgun,“ sagði Lewis Hamilton. „Ég var brjálaður á síðasta hringnum, ég var að setja tíma sem ég er viss um að hefði skilað mér nær ráspól. Það var enn smá vatn þegar ég var að koma í síðustu beygjuna með DRS opið. Þetta var dálítið svakalegt augnablik,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir þriðji á morgun á Red Bull bílnum. „Daniel [Ricciardo] var þremur tíundu undir tímanum hans Hamilton. Það hefði verið flott að sjá hann stela ráspól,“ sagði Christian Horner liðsstjóri Red Bull. „Já hann [Rosberg] sló af í gegnum gulu flöggin. Við höfum ekki enn verið beðnir um að koma og sýna dómurunum gögnin okkar,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Rosberg virtist hægja á sér í gegnum svæðið sem Fernando Alonso snéris á. Hamilton var afar nálægt Alonso en Alonso var farinn af svæðinu þegar Rosberg kom. „Ég er ánægður með bíllinn í þessum aðstæðum. Það er góð tilfinning að koma báðum bílum í topp tíu í tímatökunni en um leið og við náum því markmiði viljum við meira. Við erum fyrir framan bílana sem við erum raunverulega að keppa við,“ sagði Jenson Button sem ræsir áttundi á McLaren bílnum á morgun. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti. Ég tapaði tíma fyrir aftan Jenson á seinni helmingi síðasta hrings. Ég held að Jenson hafi gleymt sér aðeins eftir gulu flöggin,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fimmti á morgun á Ferrari bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30 Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41
Talstöðvasamskipti takmörkuð enn frekar Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur takmarkað talstöðvasamskipti Formúlu 1 liða við ökumenn enn frekar en þegar hafði verið gert. 21. júlí 2016 22:30
Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. 18. júlí 2016 20:45