Sport

Katrín Tanja efst fyrir tvær síðustu greinarnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA
Gríðarleg spenna er núna á lokadegi Crossfit-leikanna í Kaliforníu en þegar tvær greinar eru eftir er Katrín Tanja Davíðsdóttir í efsta sæti með 844 stig og hefur hún ellefu stiga forskot á Tia-Clair Toomey sem er í öðru sæti.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti með 795 stig en enn á eftir að tilkynna í hverju eigi að keppa í lokagreininni. Annie Mist Þórisdóttir er í 12. sætinu 622 stig.

Þetta er fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit og er íslenska crossfit-fólkið áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár.

Næstsíðasta greinin í kvenna flokki hefst klukkan 19:55 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn

Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×