Ræða hertar skotvopnareglur Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júlí 2016 07:00 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni í München, þar sem átján ára piltur myrti níu manns á föstudaginn, til að minnast hinna látnu. Nordicphotos/AFP Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35