Sport

Katrín Tanja með 23 stiga forystu fyrir lokagreinina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir,
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Vísir/GVA
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti þegar aðeins ein grein er eftir í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu. Katrín Tanja er því í frábærri stöðu til að verða hraustasta kona heims annað árið í röð.

Hún hefur sýnt mikinn viljastyrk á lokasprettinum enda sást hún meðal annars æla eftir eina greinina fyrr í dag. Það var frábært að sjá hana eftir næstsíðustu greinina þar sem hún var að hvetja hinar áfram og leit út fyrir að eiga nóg eftir.

Katrín Tanja náði fjórða sætinu í fjórtándu greininni og er með 23 stiga forskot fyrir lokagreinina. Katrín Tanja er með 928 stig en í öðru sæti er Tia-Clair Toomey með 905 stig.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti en hún er 53 stigum á eftir Katrínu Tönju.

Annie Mist Þórisdóttir varð í 27. sæti í fjórtándu greininni og er í 13. sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 39. sæti í fjórtándu greininni og er nú í 18. sæti í heildarkeppninni.



Staða efstu kvenna fyrir lokagreinina í nótt:

1. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 928 stig

2. Tia-Clair Toomey - 905 stig

3. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir - 875 stig

4. Samantha Briggs - 830 stig

5. Brooke Wells - 792 stig

6. Kara Webb - 738 stig

7. Kari Pearce - 716 stig

8. Anna Tunnicliffe - 692 stig

9. Alessandra Pichelli - 689 stig

10. Kristin Holte - 684 stig

13. Annie Mist Þórisdóttir - 648 stig

18. Þuríður Erla Helgadóttir 539 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×