Áhafnir kallaðar úr fríi til að sinna útköllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 18:45 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira