Fyrsta tilfellið af fæðingargalla vegna Zika veiru í Evrópu staðfest Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. júlí 2016 21:53 Börn með höfuðsmæð fæðast með minni heila en önnur börn og geta aldrei náð fullum þroska á ævinni. Vísir/Getty Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu. Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Spænsk kona sem sýkt var af Zika veirunni hefur nú fætt barn sitt. Barnið er eins og önnur börn með fæðingargalla sem veldur því að höfuð þeirra og heili eru óvenju smá. Talið er að þetta sé fyrsta tilfellið í Evrópu. Foreldrum barnsins var tilkynnt um fæðingargallann á meðan á meðgöngu stóð en þau ákváðu engu að síður að eiga það. Læknar sem tóku á móti barninu segja það við góða heilsu og að lífshorfur þess séu eðlilegar. Barnið var tekið með keisaraskurði eftir að móðir þess hafði gengið með það í 40 vikur. Yfirvöld á sjúkrahúsinu hafa staðfest að barnið sé með höfuðsmæð (e. microcephaly) fæðingargallann sem virðist plaga börn mæðra sem sýktar hafa verið af Zika veirunni. Heili slíkra barna nær aldrei fullum þroska og mörg þeirra ná aldrei þeirri hæfni að tala eða ganga. Einnig er algengt að börn með Zika veirunni eigi stutta ævi. Móðirin er sögð hafa sýkst af veirunni á meðan hún var í ferðalagi erlendis. Um 190 tilfelli hafa komið upp á Spáni og öll þeirra hafa verið eftir utanlandsferðir, iðulega til Suður-Ameríku þar sem veiran hefur náð mikilli útbreiðslu. Helsta smitleiðin er í gegnum moskítóflugur en hún smitast einnig frá móður til barns á meðan á meðgöngu stendur. Einnig er talið að veiran geti smitast með kynferðismökum en það er þá afar sjaldgæft. Talið er að veiran geti lifað lengi í sæði karlmanna. Veiran hefur einnig fundist í munnvatni og þvagi. Ófrísk kona í Slóveníu greindist fyrir stuttu með veiruna og í kjölfarið ákvað hún að fara í fóstureyðingu.
Zíka Tengdar fréttir Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13 Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30 WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45
Talið að Zikaveiru faraldurinn hafi náð hámarki Breskir og bandarískir vísindamenn segja að heildarlíftími faraldursins verði þrjú ár. 14. júlí 2016 21:13
Vísindamenn vilja fresta Ólympíuleikunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að ekki sé ástæða til að færa eða fresta fyrirhuguðum Ólympíuleikum í Brasilíu vegna zika-veirunnar. Hundrað og fimmtíu virtir vísindamenn skoruðu á stofnunina að mælast til þess að leikunum yrði frestað vegna hættu á aukinni útbreiðslu veirunnar um heim allan. 28. maí 2016 19:30
WHO segir enga ástæðu til að færa eða fresta ólympíuleikunum Ólympíuleikarnir í Rio ættu ekki að valda "verulegri“ aukningu í útbreiðslu Zika-veirunnar. 28. maí 2016 11:15