Á fimmtudaginn verður skrifað undir tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi.
Undirritun samningsins og kynning á innihaldi hans fer fram fyrir utan húsakynni ÍSÍ í Laugardalnum klukkan 10:00 á fimmtudaginn. Landsliðsfólk, þjálfarar og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ verður viðstatt.
Með þessum nýja samningi mun Mennta- og menningarmálaráðuneytið hækka fjárframlag á Fjárlögum Alþingis til afreksstarfs í íþróttum á Íslandi.
Engar upphæðir hafa verið nefndar í þessu samhengi en í fréttatilkynningu frá ÍSÍ er talað um mikla hækkun á fjárframlagi ríkisins til íþrótta á Íslandi.
Afreksíþróttir á Íslandi fá stóraukið fjárframlag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
