Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36