Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2016 13:23 Allt bendir til þess að Ásmundur stefni á að leiða lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur. X16 Suður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar sem MMR lét gera, þar sem meðal annars er spurt um stuðning við Ásmund Friðriksson gefur þingmanninum byr undir báða vængi. „Jú, ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Vandamálið er að það hefði mátt vera meiri þátttaka en þetta eru vísbendingar sem maður getur verið þakklátur fyrir,“ segir Ásmundur. Stuðningsmenn Ásmundar gengust fyrir könnuninni og Vísi er ekki kunnugt um helstu niðurstöður, en Ásmundur segir að nú sé verið að fara yfir stöðuna. En, eru þetta ekki vísbendingar þess efnis að þú munir sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi? „Það eru tækifæri í því örugglega, fyrir mig, ég ætla að skoða mína stöðu. Ég er úti í Vestmannaeyjum með fjölskyldunni. Höfum ekkert farið yfir þetta, hittumst á þriðjudagsmorgun og þá fer að skýrast hvernig maður tekur á þessu.“Ragnheiður Elín. Hart er nú sótt að ráðherranum og ekki sjálfgefið að hún leiði flokkinn í Suðurkjördæmi.Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra var í efsta sæti lista í síðustu kosningum, en Ásmundur í því þriðja. Elliði Vignisson gaf það út nú fyrir hádegi að hann ætli ekki að fara í prófkjör. Ásmundur vill ekkert gefa út á það hvort óánægja sé með Ragnheiði Elínu sem leiðtoga í Suðurkjördæmi. En, eitt er víst að Ásmundur hefur verið ákaflega duglegur að ræða við kjósendur kjördæmisins. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ segir Ásmundur.
X16 Suður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira