28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin Jóhann ÓLI EIÐSSON skrifar 29. júlí 2016 22:05 Umrædd vél er leiguvél sem félagið notar þar sem afhending á nýrri Airbus vél tafðist. Vísir/vilhelm 28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35
Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05
Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22