Fótbolti

Kolbeinn efstur í kosningu Sky Sports um besta leikmann EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, er efstur í kosningu Sky Sports um besta leikmann Evrópumótsins í Frakklandi 2016.

Lesendur Sky Sports standa að kosningunum, en fólk kýs með því að fara inn á vefsíðu Sky og kjósa þar.

Tíu leikmenn eru á sérstökum lista og þar kjósa lesendur ensku fréttastofunar, en Kolbeinn er efstur með rúmlega 21 þúsund atkvæða.

„Maðurinn sem gaf Íslandi eina af stærstu stund í þeirra íþróttalífi," stendur meðal annars í umsögninni um Kolbein á Sky þar sem er átt við sigurmark Kolbeins í 16-liða úrslitunum gegn Englandi.

Hann skorað tvö mörk í mótinu; sigurmarkið gegn Englandi og annað mark Íslands í 5-2 tapinu gegn Frakklandi í 8-liða úrslitunum.

Antoine Griezmann er í sætinu fyrir neðan með 18 þúsund, en hann verður í eldlínunni þegar Frakkland mæta Portúgölum í úrslitaleiknum í kvöld.

Í þriðja sætinu er Aaron Ramsey, en hann lék lykilhluterk í liði Wales sem datt út í undanúrslitunum gegn Portúgal. Ramsey tók út bann í undanúrslitaleiknum.

Á listanum eru einnig þeir Dimitri Payet, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo, Leonardo Bonucci, Renato Sanches, Toni Kroos og Eden Hazard.

Hægt er að kjósa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×