Glamour

Ný Lara Croft kynnt til leiks

Ritstjórn skrifar
Síðasta vor var sænska leikkonan Alicia Vikander sögð taka við hlutverki Löru Croft, sem Angelina Jolie svo eftirminnilega fór með í fyrstu tveimur myndunum um töffarann Croft. 

Nú hafa framleiðendur þriðju Tom Raider myndarinnar, MGM og Warner Bros, staðfest Vikander í hlutverkinu og sömuleiðis frumsýningardagsetningu myndarinnar sem verður í mars 2018. Vikander tekur sig vel út í búningi Croft en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir hlutverk sitt í The Danish Girl. 

Það verður spennandi að fylgjast með sænsku leikkonunni feta í fótspor Jolie en fyrsta myndin af henni í karakter lofar svo sannarlega góðu.  

Tölvuleikurinn Tomb Raider með Löru Croft sló í gegn þegar hann kom fyrst út árið 1996 og seldist í 45 milljónum eintaka út um allan heim. Fyrstu tvær myndirnar með Angelinu Jolie komu út 2001 og 2003 og voru mjög vinsælar. 

Alicia Vikander sem Lara Croft.





×