Hestaferðafyrirtæki bótaskylt vegna falls konu af baki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2016 23:30 Myndin sýnir ferðamenn í hestaferð. Hvorki hrossin né fólkið á myndinni tengist fréttinni beinum hætti. vísir/andri marinó Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira