Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 10:30 Frá heræfingum Kína í Suður-Kínahafi á dögunum. Vísir/AFP Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni. Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni.
Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira