ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Ritstjórn skrifar 12. júlí 2016 14:00 Fyrirsætan sem umræðir er í stærð 16 og er talin vera í yfirstærð af ASOS. Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour
Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Sjálfbær fegurð fyrir öll aldurstig lífsins Glamour Taktu flugið með Chanel Glamour Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Glamour Scarlett Johansson að skilja við eiginmann sinn? Glamour Litríkir augnskuggar og skraut Glamour