„Hálendið getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júlí 2016 19:30 „Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira