Maðurinn sem leitað er í ánni við Sveinsgil féll niður um snjóbrú yfir ánna. Yfir hundrað björgunarsveitarmenn og leitaraðilar koma nú að leitinni.
Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil rétt rúmlega 18:00 í kvöld. Tveir menn voru á göngu þegar þeir fellu báðir út í. Annar þeirra komast upp úr að sjálfsdáðum en hinn maðurinn ekki.
Óskað hefur verið eftir köfurum og straumvatnsbjörgunarhópum, þar á meðal frá sérsveit Ríkislögreglustjóra.
Aðstæður eru nokkuð erfiðar á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tvær björgunarsveitir eru komnar á staðinn auk þess sem fleiri eru á leiðinni.

