Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2016 07:27 Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. .. Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Erlendi ferðamaðurinn sem féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi er enn ófundinn. Aðstæður eru erfiðar og hættulegar og vatnavextir miklir. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni, og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið fengin til þess að aðstoða við að ferja leitarfólk á svæðið. Þá voru fengin öflugri björgunartæki í nótt, til dæmis sérstakur vatnabíll. Að sögn björgunarsveitarmanna er farið að grynnast aftur í ám og eru vonir því bundnar við að leit fari að ganga betur nú í morgunsárið.Björgunarsveitarmenn að störfum.vísir/landsbjörgSnjóþyngsli eru töluverð og hefur björgunarsveitarfólki ekki tekist að moka sig í gegnum þykka snjóbrú. Snjórinn er um tuttugu metra þykkur en um sextíu manns vinna að því að moka snjóinn, sem er nánast klaki, ofan af og upp úr ánni. Notast var við keðjusagir til að losa um ísinn og allan þann mannskap sem gat mokað og komið klaka og snjó frá slysstað. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að sprengja íshelluna og þannig auðvelda björgunarsveitarmönnum verkið. Þórunn Inga Austmar, hjá svæðisstjórn á svæði 16 á Hellu, segir vinnuna við að komast í gegnum ísbreiðuna ganga vel. „Það eru komnar tvær holur og þeir eru nýlega byrjaðir á þeirri þriðju," segir hún. Þyrla kom á vettvang í nótt og það styttir tímann sem tekur að flytja björgunarmenn á vettvang.Vísir/Landsbjörg„Það er búið að vera að leita í alla nótt. Nú er búið að vera að skipta út mannskap en aðstæður eru frekar erfiðar og krefjandi. Þetta er mikill klaki sem þeir eru að reyna að moka þarna í burtu," bætir Þórunn við. Um er að ræða eina umfangsmestu björgunaraðgerð sem gerð hefur verið á þessum slóðum. Nú í morgunsárið eru 53 óþreyttir björgunarsveitarmenn að byrja leit á slysstað. Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ána. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru báðir franskir ríkisborgarar.Aðstæður eru afar erfiðar og hættulegar.vísir/landsbjörg. ..
Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri. 12. júlí 2016 23:42
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11