Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 11:44 Yfirvöld í Kína sögðu í dag að þeir hefðu rétt á því að koma upp lofvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi. Þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær um að Kína ætti ekki tilkall til hafsvæðisins. Kína hefur eignað sér um 90 prósent Suður-Kyrrahafs á grunni korts frá 1947.Liu Zhenmin, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sagði að úrskurður gerðardómstólsins hefði engin áhrif á fullveldi Kína yfir hafsvæðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann einnig að ef loftvarnarsvæði yrði komið upp þyrftu allar flugvélar sem færu um svæðið að tilkynna ferðina til yfirvalda í Kína áður.„Ef öryggi okkar er ógnað, höfum við auðvitað réttinn til þess að koma því upp. Við vonumst til þess að aðrar þjóðir noti ekki tækifærið til að ógna Kína og vinni þess í stað með Kína til að standa vörð um frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, svo deilurnar endi ekki í átökum.“Sjá einnig: Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-KínahafiLiu sakaði Filippseyjar, sem höfðuð málið gegn Kína, um að valda deilum í Suður-Kínahafi. Hann sagði að það myndi borga sig fyrir yfirvöld þar að eiga í samstarfi við Kína. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Rík fiskimið eru á svæðinu og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Um fimm billjónir dala virði af vörum eru fluttar um Suður-Kínahaf á ári hverju. Það samsvarar um 610 billjónum króna.Hér má heyra Bjarna Má Magnússon, doktor í hafrétti, ræða um hvað deilan í Suður-Kínahafi snýst í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Yfirvöld í Kína sögðu í dag að þeir hefðu rétt á því að koma upp lofvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi. Þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær um að Kína ætti ekki tilkall til hafsvæðisins. Kína hefur eignað sér um 90 prósent Suður-Kyrrahafs á grunni korts frá 1947.Liu Zhenmin, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sagði að úrskurður gerðardómstólsins hefði engin áhrif á fullveldi Kína yfir hafsvæðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann einnig að ef loftvarnarsvæði yrði komið upp þyrftu allar flugvélar sem færu um svæðið að tilkynna ferðina til yfirvalda í Kína áður.„Ef öryggi okkar er ógnað, höfum við auðvitað réttinn til þess að koma því upp. Við vonumst til þess að aðrar þjóðir noti ekki tækifærið til að ógna Kína og vinni þess í stað með Kína til að standa vörð um frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, svo deilurnar endi ekki í átökum.“Sjá einnig: Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-KínahafiLiu sakaði Filippseyjar, sem höfðuð málið gegn Kína, um að valda deilum í Suður-Kínahafi. Hann sagði að það myndi borga sig fyrir yfirvöld þar að eiga í samstarfi við Kína. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Rík fiskimið eru á svæðinu og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Um fimm billjónir dala virði af vörum eru fluttar um Suður-Kínahaf á ári hverju. Það samsvarar um 610 billjónum króna.Hér má heyra Bjarna Má Magnússon, doktor í hafrétti, ræða um hvað deilan í Suður-Kínahafi snýst í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07
Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15