Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Göt voru sprengd í íshelluna í Sveinsgili. Hér má sjá gilið og íshelluna sem liggur yfir jökulvatninu. Mynd/Landhelgisgæslan Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili náðu að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum. Í gærkvöldi var unnið að því að ná honum upp. Björgunarsveitarmenn gengu frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt. Aðstæður á leitarsvæðinu voru mjög hættulegar og erfiðar því fólki sem kom að leitinni. Í tilkynningu frá Landsbjörg í gær kom fram að björgunarsveitarmenn þörfnuðust hvíldar eftir að hafa brotið, sagað og mokað snjó og klaka í allan gærdag. Við leitina aðstoðaði séraðgerða- og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Sveitin er skipuð köfurum og sérfræðingum í sprengiefnum en íshellan sem liggur yfir gilinu er afar þykk og var erfið viðureignar. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða- og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, segir sveitina hafa notast við alla sína sérþekkingu. „Þarna var ekkert símasamband, en við vorum með gervihnattasamband, þá er í gilinu harður klaki sem náðist ekkert að marka í. Björgunarsveitin boraði með kjarnaborum í ísinn og við settum sprengiefni í hann,“ segir Sigurður en meðlimir sveitarinnar voru búnir sprengiefnum til að vinna á gegnharðri klakahellunni til að reyna að auðvelda leitina. Undir klakahellunni er straumþungt jökulvatn. „Það fóru menn frá okkur undir ísinn til leitar. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur. Kafararnir fóru niður með aðflutt loft frá yfirborðinu til öryggis. Þeir voru með myndavélar á grímunum svo að þeir sem eru uppi gátu séð allt sem kafarinn sér og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Við lögðum mikla áherslu á að enginn leggði sig í hættu. Það máttu ekki vera neinar óþarfa hetjudáðir í þessu verkefni,“ segir Sigurður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51