Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn Nadine Yaghi skrifar 14. júlí 2016 07:00 Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið. MYND/SAF Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira