Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn Nadine Yaghi skrifar 14. júlí 2016 07:00 Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið. MYND/SAF Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira