Fótbolti

Van Gaal kemur til greina sem næsti þjálfari belgíska landsliðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal er hann stýrði Hollandi á HM 2014.
Van Gaal er hann stýrði Hollandi á HM 2014. Vísir/Getty
Framkvæmdarstjóri belgíska knattspyrnusambandsins, Francois De Keersemacker, segir að Louis Van Gaal komi til greina sem næsti þjálfari belgíska landsliðsins eftir að samningi Marc Wilmots var sagt upp í gær.

Van Gaal er atvinnulaus þessa dagana eftir að samningi hans hjá Manchester United var sagt upp í vor en undir hans stjórn vann hollenska liðið bronsverðlaun á HM 2014.

De Keersemacker sagðist eiga von á því að heyra í ansi mörgum sem hefðu áhuga á starfinu og að hann myndi ekki útiloka neinn, meðal annars Van Gaal.

„Hann er einn af þeim sem kemur til greina, við þurfum að sjá til hvort hann hafi áhuga á starfinu. Ef hann sækir um munum við skoða hann vandlega, við viljum fá þjálfara sem hefur unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi.“

Undir stjórn Wilmots fór belgíska liðið á topp heimslistans en liðið féll úr leik í 8-liða úrslitunum á HM og EM sem þótti ekki fullnægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×