Íslenskur stuðningsmaður varð fyrir fólskulegri árás á O´Sullivans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:08 Arnar Þór Gíslason fagnar því að augun hafi sloppið þegar enskur stuðningsmaður réðst á hann upp úr þurru í gærkvöldi. „Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15
Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15
Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30