Aron Einar um víkingafagnið: „Þetta er bara grjóthart“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 15:30 Aron Einar Gunnarsson leiðir íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir sigurinn á Englandi. vísir/Vilhelm Víkingaklappið eða víkingaherópið sem íslenskir stuðningsmenn taka nokkrum sinnum í hverjum leik strákanna okkar á EM 2016 hefur vakið mikla athygli. Ekki vakti minni athygli þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiddi leikmennina, stuðningsmennina og íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir leikina gegn Austurríki og sérstaklega gegn Englandi. Í afslöppuðu og áhugaverðu viðtali við íslenska fjölmiðla á hóteli í Annecy í dag sagðist Aron Einar varla geta lýst því hvernig það hefði verið að standa fyrir framan nokkur þúsund manns eftir sigur á Englandi og leiða íslensku þjóðina í sigurvímu. „Þetta er náttúrlega bara grjóthart,“ sagði Aron Einar. „Þetta er stolið frá Skotlandi og Silfurskeiðin kemur með þetta inn í Tólfuna. Við erum bara búnir að eigna okkur þetta.“Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍslandhttps://t.co/dDYhDYAfyB — Síminn (@siminn) June 27, 2016 „Menn eru smeykir við þetta. Þetta sýnir bara hvernig við erum. Þetta er fullkomið fyrir okkur. Að vera þarna fremst og stjórna þessu er grjóthart. Það er eina orðið yfir þetta,“ sagði Aron Einar. Einstaka erlendir fjölmiðlar hafa líkt þessu við Haka-dans nýjsjálenska landsliðsins í ruðningi. Fyrir leik dansa leikmenn liðsins Haka sem er heróp Máranna, frumbyggja Nýja-Sjálands. Eitthvað svipað með víkingaklappið er ekki að fara að gerast hjá Íslandi. „Nei, það held ég ekki. Þá erum við komnir í smá rugl,“ sagði Aron Einar Gunnarsson léttur og kátur í dag. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 „Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30 Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00 Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37 „Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Víkingaklappið eða víkingaherópið sem íslenskir stuðningsmenn taka nokkrum sinnum í hverjum leik strákanna okkar á EM 2016 hefur vakið mikla athygli. Ekki vakti minni athygli þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiddi leikmennina, stuðningsmennina og íslensku þjóðina í víkingaklappinu eftir leikina gegn Austurríki og sérstaklega gegn Englandi. Í afslöppuðu og áhugaverðu viðtali við íslenska fjölmiðla á hóteli í Annecy í dag sagðist Aron Einar varla geta lýst því hvernig það hefði verið að standa fyrir framan nokkur þúsund manns eftir sigur á Englandi og leiða íslensku þjóðina í sigurvímu. „Þetta er náttúrlega bara grjóthart,“ sagði Aron Einar. „Þetta er stolið frá Skotlandi og Silfurskeiðin kemur með þetta inn í Tólfuna. Við erum bara búnir að eigna okkur þetta.“Þvílíkur árangur! Ævintýrið heldur bara áfram. Sjáðu landsliðið fagna með bláa hafinu! Smá gæsahúð. #EMÍslandhttps://t.co/Fki1vsWIRl — Síminn (@siminn) June 27, 2016Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍslandhttps://t.co/dDYhDYAfyB — Síminn (@siminn) June 27, 2016 „Menn eru smeykir við þetta. Þetta sýnir bara hvernig við erum. Þetta er fullkomið fyrir okkur. Að vera þarna fremst og stjórna þessu er grjóthart. Það er eina orðið yfir þetta,“ sagði Aron Einar. Einstaka erlendir fjölmiðlar hafa líkt þessu við Haka-dans nýjsjálenska landsliðsins í ruðningi. Fyrir leik dansa leikmenn liðsins Haka sem er heróp Máranna, frumbyggja Nýja-Sjálands. Eitthvað svipað með víkingaklappið er ekki að fara að gerast hjá Íslandi. „Nei, það held ég ekki. Þá erum við komnir í smá rugl,“ sagði Aron Einar Gunnarsson léttur og kátur í dag. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30 Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30 „Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30 Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00 Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37 „Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Fékk kökk í hálsinn yfir myndbandinu með Óliver Breka Aron Einar Gunnarsson segist hafa ákveðið að standa sig "nógu andskoti vel“ eftir að hafa misst af fæðingu sonar síns. 1. júlí 2016 14:30
Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig Segist vera í góðu sambandi við sjúkraþjálfara Cardiff sem voru ekki bjartsýnir á þátttöku Arons Einar á EM. 1. júlí 2016 14:30
„Fannst svo geðveikt töff að sjá Kára Kristján og Robba Gunn vel skeggjaða á stórmóti“ Aron Einar Gunnarsson íhugaði að raka af sér skeggið eftir fyrsta leik en nú er það ekki á leið af. 1. júlí 2016 14:30
Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu „Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 1. júlí 2016 15:00
Sjáðu allt viðtalið við Aron Einar | Myndband Stórskemmtilegt viðtal við Aron Einar Gunnarsson sem tók sér tíma til að ræða allt mögulegt við íslenska fjölmiðla síðdegis. 1. júlí 2016 14:37
„Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“ Segir að það hafi verið smá misskilingur að baki því þegar leikmenn mættu of seint í kvöldmat. 1. júlí 2016 14:30