Lars í banastuði og hlátrasköll á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 22:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið. vísir/getty Þeir sem hefðu litið óvænt inn á blaðamannafundinn hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu á Stade de France í dag hefðu mögulega velt fyrir sér hvað um væri að vera. Hlátrasköll voru tíð á fundinum, menn brostu og fátt sem benti til þess að sólarhringur væri í mikilvægasta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Segja má að Lars Lagerbäck hafi gefið tóninn þegar sænsk fréttakona spurði landa sinn út í yfirvegaðan þjálfarastíl. Hvernig hann færi að því að halda sér rólegum á tímum þegar aðrir hoppa af gleði. Lars hefur til að mynda haldið ró sinni eftir sigurleiki og látið vera að ganga í áttina til stuðningsmanna þangað sem leikmenn, Heimir Hallgrímsson og annað starfsfólk sprettur. Svíinn sagðist hafa rætt þetta mörgum sinnum en bætti við að hann fyndi gleðitilfinningu, sæluvímu í líkamanum sem væri aðeins hægt að bera saman við einn hlut. Og það væri langt síðan hann hefði gert það. Þar með hófust hlátrasköllin og þurftu sumir að klípa sig til að átta sig á því að þeir væru á blaðamannafundi um knattspyrnuleik þar sem kynlíf hefði verið til umræðu. Lars var einnig spurður út í liðsfundina, hvernig þeir færu fram og samband við leikmennina. Sá sænski sagði liðið hafa átt góðan liðsfund í gær þar sem leikmenn hefðu fengið glærukynningu með myndum, til að sýna að strákarnir væru enn með og vildu komast til Marseille. „Þetta var líklega léleg mynd, ef þú spyrð Aron. Hann man kannski ekki einu sinni eftir henni,“ sagði sá sænski. „Ég held að þú ættir að halda þig við þjálfun,“ sagði Aron Einar og grínaðist. Aron Einar Gunnarsson var í banastuði á fundinum í dag eins og Heimir og Lars.Vísir/Vilhelm Síðar á fundinum kom fram að myndin hefði ferið af vegi þar sem tvær áttir væru í boði, leiðin heim eða leiðin til Marseille. Heimir og Lars brostu sem hlógu töluvert á fundinum, meðal annars þegar spurningar höfðu verið bornar upp og þeir reyndu að ákveða hver ætti að svara spurningum. Varðandi samvinnu Heimis og Lars sagðist sá síðarnefndi hafa verið latur og lært mikla íslensku. Því væri dæmi um mikilvægi teymisins hve vel Heimir næði til strákanna. Aron sagði að það væri auðvitað leiðinlegt að annar þeirra, Lars, væri að hætta en hinn hefði meira en nóg til brunns að bera til að halda starfinu áfram. Heimir var spurður út í umræðuna um að Ísland spilaði einfaldan fótbolta, hvort honum fyndist íslenska liðinu að einhverju leyti sýnd vanvirðing með ummælum um einfaldan leik og takmarkaða getu.Heimir sagði að með einföldum leik ætti hann sjálfur við þá staðreynd að íslenska liðið spilaði á sínum styrkleikum. Það væri enginn tilgangur að reyna að vera lakari útgáfa af Spáni. Lars bætti við að þegar hann hefði farið í heimsókn til Englands fyrir margt löngu hefði Ron heitinn Greenwood, sem síðar varð landsliðsþjálfari, sagt fleyga setningu: Ef þú getur gert hlutina einfalt, þá ertu snillingur.„Þannig að þú ert þá snillingur?“ sagði Heimir í gríni og Lars svaraði um hæl: „Það varst þú sem sagðir það!“ Strákarnir okkar, Kári og Ragnar meðtaldir, hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína.Vísir/Vilhelm Heimir var spurður út í sjálfstraustið í hópnum, hvort það hefði aukist eftir því sem á liði og hvernig gengi að halda spennustiginu réttu. Menn virkuðu svo sannarlega afslappaðir á fundinum og Heimir sagði menn vera að venjast þeirri tilfinningu að vera að spila stærsta leikinn í sögu landsliðsins, jafnvel íslensks fótbolta. „Þegar við höfum sigrast á hindrunum þá virðast þær sem eru framundan minni , menn fara með sjálfstraust og af meiri afslöppun í leik,“ sagði Heimir. Þegar maður væri Davíð gegn Golíat skipti miklu máli að nýta þá hæfileika sem maður hefur og því skipti afslöppun máli. „Ef þú ert stífur þá geturðu ekki sýnt þitt besta.“Stór þáttur í betri spilamennsku í mótinu væri að menn væru afslappaðir og með meira sjálfstraust. Sænska sjónvarpið spurði Lars út í gulu spjöldin sem Ísland hefur fengið á mótinu en níu eru á hættusvæði fyrir leikinn á morgun en liðið hefur í heildina fengið ellefu gul spjöld.„Ég er ekki sáttur, það er alltof mikið,“ sagði Lars og fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða ekki. Eftir smá þögn hló fólk en öllu gríni fylgir alvara. Aron Einar bætti við að sá sænski ræddi mikið um gul spjöld og væri ekki mikið fyrir þau. Þetta væri samt auðvitað hluti af fótboltanum.Svo bætti Heimir við í lok fundar að hann vonaðist til þess að Frakkland færi sömu leið og hin stóru liðin á mótinu, heim til sín. Grínið var í anda þess sem gengið hafði á á fundinum og greinilegt að okkar menn eru afslappaðir og vel stemmdir fyrir stóra verkefnið annað kvöld.Fundinn í heild má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Þeir sem hefðu litið óvænt inn á blaðamannafundinn hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu á Stade de France í dag hefðu mögulega velt fyrir sér hvað um væri að vera. Hlátrasköll voru tíð á fundinum, menn brostu og fátt sem benti til þess að sólarhringur væri í mikilvægasta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Segja má að Lars Lagerbäck hafi gefið tóninn þegar sænsk fréttakona spurði landa sinn út í yfirvegaðan þjálfarastíl. Hvernig hann færi að því að halda sér rólegum á tímum þegar aðrir hoppa af gleði. Lars hefur til að mynda haldið ró sinni eftir sigurleiki og látið vera að ganga í áttina til stuðningsmanna þangað sem leikmenn, Heimir Hallgrímsson og annað starfsfólk sprettur. Svíinn sagðist hafa rætt þetta mörgum sinnum en bætti við að hann fyndi gleðitilfinningu, sæluvímu í líkamanum sem væri aðeins hægt að bera saman við einn hlut. Og það væri langt síðan hann hefði gert það. Þar með hófust hlátrasköllin og þurftu sumir að klípa sig til að átta sig á því að þeir væru á blaðamannafundi um knattspyrnuleik þar sem kynlíf hefði verið til umræðu. Lars var einnig spurður út í liðsfundina, hvernig þeir færu fram og samband við leikmennina. Sá sænski sagði liðið hafa átt góðan liðsfund í gær þar sem leikmenn hefðu fengið glærukynningu með myndum, til að sýna að strákarnir væru enn með og vildu komast til Marseille. „Þetta var líklega léleg mynd, ef þú spyrð Aron. Hann man kannski ekki einu sinni eftir henni,“ sagði sá sænski. „Ég held að þú ættir að halda þig við þjálfun,“ sagði Aron Einar og grínaðist. Aron Einar Gunnarsson var í banastuði á fundinum í dag eins og Heimir og Lars.Vísir/Vilhelm Síðar á fundinum kom fram að myndin hefði ferið af vegi þar sem tvær áttir væru í boði, leiðin heim eða leiðin til Marseille. Heimir og Lars brostu sem hlógu töluvert á fundinum, meðal annars þegar spurningar höfðu verið bornar upp og þeir reyndu að ákveða hver ætti að svara spurningum. Varðandi samvinnu Heimis og Lars sagðist sá síðarnefndi hafa verið latur og lært mikla íslensku. Því væri dæmi um mikilvægi teymisins hve vel Heimir næði til strákanna. Aron sagði að það væri auðvitað leiðinlegt að annar þeirra, Lars, væri að hætta en hinn hefði meira en nóg til brunns að bera til að halda starfinu áfram. Heimir var spurður út í umræðuna um að Ísland spilaði einfaldan fótbolta, hvort honum fyndist íslenska liðinu að einhverju leyti sýnd vanvirðing með ummælum um einfaldan leik og takmarkaða getu.Heimir sagði að með einföldum leik ætti hann sjálfur við þá staðreynd að íslenska liðið spilaði á sínum styrkleikum. Það væri enginn tilgangur að reyna að vera lakari útgáfa af Spáni. Lars bætti við að þegar hann hefði farið í heimsókn til Englands fyrir margt löngu hefði Ron heitinn Greenwood, sem síðar varð landsliðsþjálfari, sagt fleyga setningu: Ef þú getur gert hlutina einfalt, þá ertu snillingur.„Þannig að þú ert þá snillingur?“ sagði Heimir í gríni og Lars svaraði um hæl: „Það varst þú sem sagðir það!“ Strákarnir okkar, Kári og Ragnar meðtaldir, hafa vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína.Vísir/Vilhelm Heimir var spurður út í sjálfstraustið í hópnum, hvort það hefði aukist eftir því sem á liði og hvernig gengi að halda spennustiginu réttu. Menn virkuðu svo sannarlega afslappaðir á fundinum og Heimir sagði menn vera að venjast þeirri tilfinningu að vera að spila stærsta leikinn í sögu landsliðsins, jafnvel íslensks fótbolta. „Þegar við höfum sigrast á hindrunum þá virðast þær sem eru framundan minni , menn fara með sjálfstraust og af meiri afslöppun í leik,“ sagði Heimir. Þegar maður væri Davíð gegn Golíat skipti miklu máli að nýta þá hæfileika sem maður hefur og því skipti afslöppun máli. „Ef þú ert stífur þá geturðu ekki sýnt þitt besta.“Stór þáttur í betri spilamennsku í mótinu væri að menn væru afslappaðir og með meira sjálfstraust. Sænska sjónvarpið spurði Lars út í gulu spjöldin sem Ísland hefur fengið á mótinu en níu eru á hættusvæði fyrir leikinn á morgun en liðið hefur í heildina fengið ellefu gul spjöld.„Ég er ekki sáttur, það er alltof mikið,“ sagði Lars og fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða ekki. Eftir smá þögn hló fólk en öllu gríni fylgir alvara. Aron Einar bætti við að sá sænski ræddi mikið um gul spjöld og væri ekki mikið fyrir þau. Þetta væri samt auðvitað hluti af fótboltanum.Svo bætti Heimir við í lok fundar að hann vonaðist til þess að Frakkland færi sömu leið og hin stóru liðin á mótinu, heim til sín. Grínið var í anda þess sem gengið hafði á á fundinum og greinilegt að okkar menn eru afslappaðir og vel stemmdir fyrir stóra verkefnið annað kvöld.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira