Eins og sjá má á myndum Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, var gleðin við völd hjá Íslendingunum sem kunna heldur betur að skemmta sér. Þarna eru Íslendingar á öllum aldri og allir hressir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, er mætt með Parísar með fjölskylduna og að sjálfsögðu í íslenska landsliðsbúningnum.
Myndasyrpu Vilhelms má sjá hér að neðan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).







