Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2016 11:55 Landsliðinu verður fagnað í miðborginni í dag. VÍSIR/EYÞÓR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur heim til Íslands í dag, mánudaginn 4. júlí, eftir frækilegan árangur í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Af því tilefni er boðið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar með landsliðshópnum í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að landsliðið muni aka í opinni rútu frá Skólavörðuholti um klukkan 19:00 í virðingarfylgd lögreglu, niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar fer fram hátíðardagskrá og verður landsliðshópurinn hylltur fyrir frammistöðu sína. Landsmenn eru hvattir til að taka þátt og fagna landsliðinu á leiðinni niður Skólavörðustíg og Bankastræti og fjölmenna á Arnarhól. Að ósk lögreglu er fólki bent á að nota almenningssamgöngur, leggja bílum sínum í bílastæðahús eða í hæfilegri fjarlægð frá hátíðarsvæðinu til að greiða fyrir umferð. Forsætisráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, mun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar ávarpa landsliðið á sviðinu við Arnarhól. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur athöfnina. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á Arnarhóli en meðal þeirra sem fram koma eru Friðrik Dór og Erna Hrönn sem leiðir fjöldasöng. Skemmtidagskráin verður svo á sviðinu við Arnarhól frá klukkan 18:30.Kort af götulokunum í miðbænum í kvöld vegna móttökunnar. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur heim til Íslands í dag, mánudaginn 4. júlí, eftir frækilegan árangur í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Af því tilefni er boðið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar með landsliðshópnum í miðbæ Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að landsliðið muni aka í opinni rútu frá Skólavörðuholti um klukkan 19:00 í virðingarfylgd lögreglu, niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar fer fram hátíðardagskrá og verður landsliðshópurinn hylltur fyrir frammistöðu sína. Landsmenn eru hvattir til að taka þátt og fagna landsliðinu á leiðinni niður Skólavörðustíg og Bankastræti og fjölmenna á Arnarhól. Að ósk lögreglu er fólki bent á að nota almenningssamgöngur, leggja bílum sínum í bílastæðahús eða í hæfilegri fjarlægð frá hátíðarsvæðinu til að greiða fyrir umferð. Forsætisráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, mun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar ávarpa landsliðið á sviðinu við Arnarhól. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur athöfnina. Fjölbreytt skemmtiatriði verða á Arnarhóli en meðal þeirra sem fram koma eru Friðrik Dór og Erna Hrönn sem leiðir fjöldasöng. Skemmtidagskráin verður svo á sviðinu við Arnarhól frá klukkan 18:30.Kort af götulokunum í miðbænum í kvöld vegna móttökunnar.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira