Vetements í samstarfi við 18 tískumerki á hátískuvikunni Ritstjórn skrifar 4. júlí 2016 16:00 Vetements ná einhvernvegin alltaf að vekja athygli, hvað sem þau gera. Myndir/Getty Vetements sýndi í fyrsta sinn á hátískuvikunni í París í gær. Sýningin fór fram í Lafayette tískuvöruversluninni sem er ein sú þekktasta þar í borg. Það voru margir sem biðu spenntir eftir Vetements sýningunni enda var erfitt að spá fyrir hverju þeir mundu spila fram enda verður merkið seint flokkað undir hátísku. Það var því skemmtilegt þegar í ljós kom að Vetements hefðu farið í samstarf við 18 önnur tískumerki fyrir nýju línuna. Merkin sem að Vetements var meðal annars að vinna með voru Levi's, Juicy Couture, Champion, Carhartt og Manolo Blahnik. Það sem hefur vakið mesta athygli eftir sýninguna eru Manolo skórnir sem eru heldur óvenjulegir, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan, og Juicy Couture en það merki er þekktast fyrir að selja velúr peysur og buxur sem voru í miklu uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Paris Hilton og Jennifer Lopez árið 2004. Önnur merki sem unnu með Vetements í sýningunni voru Alpha Industries, Brioni, Canada Goose, Carhartt, Champion, Church's, Comme des Garcons, Dr. Marten's, Eastpak, Hanes, Lucchese, Mackintosh, Manolo Blahnik, Reebok and Schott.Þetta dress er líklega í samstarfi við Canada Goose, úlpuframleiðandann.Skórnir, sem gerðir eru í samstarfi við Manolo Blahnik, hafa vakið mikla athygli.Þessi múndering úr gallaefni er gerð í samstarfi við Levi's.Vetements hefur hingað til verið þekktast fyrir hettupeysurnar sínar.Enn aðrir skór gerðir í samstarfi við Manolo Blahnik.Þetta dress vakti hvað mesta furðu. Vetements virðist ætla að koma Juicy Couture aftur í tísku á sinn sérstaka hátt. That boot @vetements_official @manoloblahnikhq photo @blackpierreange A photo posted by Mel Ottenberg (@melzy917) on Jul 3, 2016 at 10:18am PDT Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Kryddpía skírði soninn í höfuðið á George Michael Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Amal Clooney er óhrædd við að klæðast litum og munstrum Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour Hrekkjavökuförðun að hætti stjarnanna Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour
Vetements sýndi í fyrsta sinn á hátískuvikunni í París í gær. Sýningin fór fram í Lafayette tískuvöruversluninni sem er ein sú þekktasta þar í borg. Það voru margir sem biðu spenntir eftir Vetements sýningunni enda var erfitt að spá fyrir hverju þeir mundu spila fram enda verður merkið seint flokkað undir hátísku. Það var því skemmtilegt þegar í ljós kom að Vetements hefðu farið í samstarf við 18 önnur tískumerki fyrir nýju línuna. Merkin sem að Vetements var meðal annars að vinna með voru Levi's, Juicy Couture, Champion, Carhartt og Manolo Blahnik. Það sem hefur vakið mesta athygli eftir sýninguna eru Manolo skórnir sem eru heldur óvenjulegir, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan, og Juicy Couture en það merki er þekktast fyrir að selja velúr peysur og buxur sem voru í miklu uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Paris Hilton og Jennifer Lopez árið 2004. Önnur merki sem unnu með Vetements í sýningunni voru Alpha Industries, Brioni, Canada Goose, Carhartt, Champion, Church's, Comme des Garcons, Dr. Marten's, Eastpak, Hanes, Lucchese, Mackintosh, Manolo Blahnik, Reebok and Schott.Þetta dress er líklega í samstarfi við Canada Goose, úlpuframleiðandann.Skórnir, sem gerðir eru í samstarfi við Manolo Blahnik, hafa vakið mikla athygli.Þessi múndering úr gallaefni er gerð í samstarfi við Levi's.Vetements hefur hingað til verið þekktast fyrir hettupeysurnar sínar.Enn aðrir skór gerðir í samstarfi við Manolo Blahnik.Þetta dress vakti hvað mesta furðu. Vetements virðist ætla að koma Juicy Couture aftur í tísku á sinn sérstaka hátt. That boot @vetements_official @manoloblahnikhq photo @blackpierreange A photo posted by Mel Ottenberg (@melzy917) on Jul 3, 2016 at 10:18am PDT
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Kryddpía skírði soninn í höfuðið á George Michael Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Amal Clooney er óhrædd við að klæðast litum og munstrum Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour Hrekkjavökuförðun að hætti stjarnanna Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour