Skrautlegt þjóðhátíðarpartý Taylor Swift Ritsjórn skrifar 5. júlí 2016 11:00 Fjölbreyttur og skemmtilegur hópur djammaði með Taylor um helgina. Mynd/Instagram Þrátt fyrir Taylor Swift sé frábær tónlistarkona þá hefur hún verið að afla sér vinsælda seinustu ár með því að gerast vinkona næstum allra í Hollywood. Það byrjaði á því að hún gaf út tónlistarmyndband við lagið Bad Blood þar sem hún birtist ásamt miklum fjölda af frægra söngkvenna og fyrirsæta á borð við Gigi Hadid, Ellie Goulding, Karlie Kloss og Lenu Dunham. Í kjölfarið fór hún á tónleikaferðalag og á nánast hverju kvöldi fékk hún einhvern frægan til þess að koma með sér á svið í miðjum tónleikum. Það skipti í rauninni ekki máli hver það var, bara á meðan manneskjan var fræg. Þar fékk hún ýmisst íþróttafólk, leikara og leikkonur, tónlistarfólk og fyrirsætur til þess að dansa með sér eitt til tvö lög á sviðinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að þessi stóri vinkonuhópur Taylor sé einfaldlega bara fyrir athyglina enda er eins og um leið og einhver virðist vera á leiðinni að vera frægur þá sé sú manneskja allt í einu orðin besta vinkona eða vinur hennar. Það kom því ekki á óvart að sjá gestalistann í þjóðhátíðarpartý Taylor í Rhode Island um helgina sem hún hélt til þess að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4.júlí. Það voru stjörnur á borð við Blake Lively, Ruby Rose, Cara Delevigne og fleiri þekktar vinkonur Taylor. Það var greinilega mikið fjör í partýinu miðað við myndirnar sem hafa birst en það var haldið í strandarhúsi Taylor í Rhode Island. Happy 4th from us A photo posted by Taylor Swift (@taylorswift) on Jul 4, 2016 at 6:14pm PDT Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour
Þrátt fyrir Taylor Swift sé frábær tónlistarkona þá hefur hún verið að afla sér vinsælda seinustu ár með því að gerast vinkona næstum allra í Hollywood. Það byrjaði á því að hún gaf út tónlistarmyndband við lagið Bad Blood þar sem hún birtist ásamt miklum fjölda af frægra söngkvenna og fyrirsæta á borð við Gigi Hadid, Ellie Goulding, Karlie Kloss og Lenu Dunham. Í kjölfarið fór hún á tónleikaferðalag og á nánast hverju kvöldi fékk hún einhvern frægan til þess að koma með sér á svið í miðjum tónleikum. Það skipti í rauninni ekki máli hver það var, bara á meðan manneskjan var fræg. Þar fékk hún ýmisst íþróttafólk, leikara og leikkonur, tónlistarfólk og fyrirsætur til þess að dansa með sér eitt til tvö lög á sviðinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort að þessi stóri vinkonuhópur Taylor sé einfaldlega bara fyrir athyglina enda er eins og um leið og einhver virðist vera á leiðinni að vera frægur þá sé sú manneskja allt í einu orðin besta vinkona eða vinur hennar. Það kom því ekki á óvart að sjá gestalistann í þjóðhátíðarpartý Taylor í Rhode Island um helgina sem hún hélt til þess að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4.júlí. Það voru stjörnur á borð við Blake Lively, Ruby Rose, Cara Delevigne og fleiri þekktar vinkonur Taylor. Það var greinilega mikið fjör í partýinu miðað við myndirnar sem hafa birst en það var haldið í strandarhúsi Taylor í Rhode Island. Happy 4th from us A photo posted by Taylor Swift (@taylorswift) on Jul 4, 2016 at 6:14pm PDT
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Sienna Miller draumkennd í Gucci Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Kylie Jenner á lista yfir áhrifamesta unga fólkið Glamour