Það er kominn tími til fyrir hvítu gallabuxurnar Ritstjórn skrifar 5. júlí 2016 17:00 Það er ekki oft sem að veður gefst til að klæða sig upp í sumarleg föt á þessu landi, þess vegna er eins gott að nýta sólardagana vel. Myndir/Getty Eins og staðan er núna þá er sól í kortunum næstu daga. Hvað gera Íslendingar þá? Skella sér í sund, fá sér ís og labba upp á esjuna. Það má þó ekki gleyma að draga fram hvítu gallabuxurnar úr botninum á fataskápnum. Þegar sólin skín sem mest fara allir sjálfkrafa í gott skap og klæða sig samkvæmt því. Þá getur verið gott að grípa í hvítu gallabuxurnar og klæða sig í sumarlegan topp eða skyrtu við. Þá er maður tilbúinn til þess að fara út í daginn. Nýtum sumarið til þess að klæða okkur í eitthvað annað en peysur og svartar buxur. Hér fyrir neðan er innblástur fyrir hvernig má stílisera buxurnar á nokkra skemmtilega vegu. Jennifer Aniston er drottning afslappaða stílsins. Hún rokkar hvítar afslappaðar gallabuxur eins og enginn sé morgundagurinn.Kourtney Kardashian klæði þröngar og götóttar gallabuxur við skemmtilega röndótta skyrtu. Þetta er tilvalið ef það er skemmtilegt tilefni í góða veðrinu á Íslandi.Þetta dress væti fullkomið til að mæta í vinnuna. Afslappað gallabuxnasnið við útvíða hvíta blússu og hvíta strigaskó.Kanye West er óhræddur við að vera í öllu hvítu en hann notar hvítu gallabuxurnar sínar óspart.Rita Ora sést hér í skemmtilegum og öðruvísi hvítum buxum við afskaplega einfaldan bol.Okkar allra besta, Kim Kardashian, lætur sig ekki vanta á hvítu gallabuxnalestina. Hérna er hún í buxunum við síðan beige-litaðan trench jakka en þeir hafa einnig verið afar vinsælir hér á landi. Mest lesið 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Skór sem fá þig til að hlæja Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Fangaði augnblikin á Instagram fyrir Vogue Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Emmy 2015: Best klæddar á rauða dreglinum Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour
Eins og staðan er núna þá er sól í kortunum næstu daga. Hvað gera Íslendingar þá? Skella sér í sund, fá sér ís og labba upp á esjuna. Það má þó ekki gleyma að draga fram hvítu gallabuxurnar úr botninum á fataskápnum. Þegar sólin skín sem mest fara allir sjálfkrafa í gott skap og klæða sig samkvæmt því. Þá getur verið gott að grípa í hvítu gallabuxurnar og klæða sig í sumarlegan topp eða skyrtu við. Þá er maður tilbúinn til þess að fara út í daginn. Nýtum sumarið til þess að klæða okkur í eitthvað annað en peysur og svartar buxur. Hér fyrir neðan er innblástur fyrir hvernig má stílisera buxurnar á nokkra skemmtilega vegu. Jennifer Aniston er drottning afslappaða stílsins. Hún rokkar hvítar afslappaðar gallabuxur eins og enginn sé morgundagurinn.Kourtney Kardashian klæði þröngar og götóttar gallabuxur við skemmtilega röndótta skyrtu. Þetta er tilvalið ef það er skemmtilegt tilefni í góða veðrinu á Íslandi.Þetta dress væti fullkomið til að mæta í vinnuna. Afslappað gallabuxnasnið við útvíða hvíta blússu og hvíta strigaskó.Kanye West er óhræddur við að vera í öllu hvítu en hann notar hvítu gallabuxurnar sínar óspart.Rita Ora sést hér í skemmtilegum og öðruvísi hvítum buxum við afskaplega einfaldan bol.Okkar allra besta, Kim Kardashian, lætur sig ekki vanta á hvítu gallabuxnalestina. Hérna er hún í buxunum við síðan beige-litaðan trench jakka en þeir hafa einnig verið afar vinsælir hér á landi.
Mest lesið 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Skór sem fá þig til að hlæja Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Fangaði augnblikin á Instagram fyrir Vogue Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Emmy 2015: Best klæddar á rauða dreglinum Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Glamour