Fótbolti

Fyrst Messi og nú Martino | Allt í rugli hjá argentínska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martino stýrði argentínska landsliðinu í tvö ár.
Martino stýrði argentínska landsliðinu í tvö ár. vísir/getty
Gerardo „Tata“ Martino er hættur sem þjálfari argentínska landsliðsins í fótbolta eftir tveggja ára starf.

Talið er afsögn Martinos sé til komin vegna vandræða argentínska knattspyrnusambandsins við að setja saman lið fyrir Ólympíuleikana í Ríó í næsta mánuði.

Argentína tapaði fyrir Síle í úrslitaleik Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, fyrir rúmri viku. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með argentínska landsliðinu. Fleiri leikmenn liggja nú undir feldi og íhuga framtíð sína með landsliðinu.

Sjá einnig: Ronaldo fann til með Messi

Argentína tapaði einnig fyrir Síle í úrslitaleik Copa América í fyrra en argentínska landsliðið hefur ekki unnið stórmót frá árinu 1993.

Martino stýrði Argentínu í 29 leikjum; 19 þeirra unnust, þrír töpuðust og sjö enduðu með jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×