Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 18:31 Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira