Fjöldi fólks tók á móti Ara, sem leikur með danska úrvalsdeildarliðinu OB, og fögnuðu honum með víkingaklappinu svokallaða.
Ari fékk nokkur „Húh“ frá stuðningsmönnum OB sem eru greinilega stoltir af sínum manni.
Ari lék hverja einustu mínútu með Íslandi á EM en íslenska liðið komst sem kunnugt er alla leið í 8-liða úrslit þar sem það tapaði 5-2 fyrir Frakklandi.
Myndband af þessari skemmtilegu móttökuathöfn má sjá hér að neðan.