Valentino lokaði tískuvikunni í París á dramatískan hátt Ritstjórn skrifar 7. júlí 2016 20:30 Það var ansi skemmtilegur blær yfir sýningu Valentino í París á dögunum. Myndir/Getty Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu. Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour
Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu.
Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour "Einhvers staðar er einhver sem ákveður að borga honum hærri laun en mér.“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour