Ragnar: Fékk gæsahúð er ég heyrði Shearer tala um mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 15:00 Ragnar faðmar Aron Einar á EM. vísir/getty Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira